Bakki - Þeistareykir


16.02.2017

Framkvæmd

Verkefnið er umtalsverður þáttur í uppbyggingu iðnaðarsvæðisins á Bakka við Húsavík og tryggir jafnframt orkuöryggi íbúa og fyrirtækja á þessum slóðum.

Framkvæmdirnar skiptast í fimm meginverkhluta: Byggingu Þeistareykjalínu 1 milli Bakka og Þeistareykja, byggingu Kröflulínu 4 milli Þeistareykja og Kröflu og byggingu þriggja 220 kV tengivirkja á Bakka, Þeistareykjum og í Kröflu, sem öll eru yfirbyggð og hönnuð með það að leiðarljósi að falla sem best að umhverfinu á hverjum stað.


Verkefnið var fyrst kynnt til sögunnar árið 2008 vegna álversáforma. Undirbúningur framkvæmda hófst vorið 2015, þegar framtíðarstefna um iðnaðarsvæðið á Bakka og samningar um orkuflutninga lágu fyrir. Stærstu verkhlutarnir voru boðnir út fyrri hluta árs 2016, framkvæmdir hófust um mitt ár 2016 en nokkrar tafir urðu vegna leyfis- og kærumála. Áætluð verklok eru undir árslok 2017.

Framkvæmd verkefnisins er í samræmi við gildandi svæðisskipulag háhitasvæða i Þingeyjarsýslum, aðalskiplag Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem unnin eru í samræmi við skipulagslög og ákvæði laga um umhverfismat áætlana. Jafnframt er gert ráð fyrir flutningsvirkjunum á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar.

Aftur í allar fréttir